Útkall vegna vélsleðaslyss

Syðra-Fjallabak.
Syðra-Fjallabak. Kort/Map.is

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag vegna vélsleðaslyss á syðra Fjallabaki, þar sem vélsleðamaður slasaðist.

Samferðamenn mannsins tilkynntu um slysið og eru björgunarsveitir ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar á leiðinni á vettvang. Sjúkraflutningamenn eru einnig á leiðinni frá Suðurlandi á vettvang á breyttum jeppum að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Talið er að slysið hafi átt sér stað nálægt Sveinsgili, en blautur snjór og krapi gera færðina inn eftir erfiða, auk þess sem einhver snjóflóðahætta á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert