Sleppur við 18 milljóna króna sekt

Landsréttur er með aðsetur í Kópavogi.
Landsréttur er með aðsetur í Kópavogi. mbl.is/Hanna

Landsréttur hefur sýknað karlmann sem var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2016.

Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa í starfi sínu sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður í Kóngsklöpp ehf. látið hjá líða að skila virðisaukaskattskýrslum og staðgreiðsluskilagreinum fyrir tiltekin tímabil á árunum 2013 til 2014 á lögmæltum tíma og standa skil á slíkum gjöldum.

Maðurinn var einnig dæmdur af héraðsdómi til að greiða 18 milljóna króna sekt til ríkissjóðs.

Í dómi Landsréttar kemur fram að maðurinn hefði í reynd ekki komið að rekstri félagsins þrátt fyrir skráða stöðu sína heldur hafi annar maður, sem hafði verið dæmdur með hinum áfrýjaða dómi, borið fulla ábyrgð á skattskilum þess og starfsemi að öðru leyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert