Sá látni var ekki í bílbelti

mbl.is/Júlíus

Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á gatnamótum Njarðarbrautar og Tjarnarbrautar í Reykjanesbæ hinn 21. janúar 2016, þar sem tveir bílar skullu saman, kemur fram að ökumaðurinn sem lést var ekki í bílbelti og að hinn ökumaðurinn var réttindalaus þegar slysið átti sér stað, auk þess sem hann ók of hratt.

Slysið varð með þeim hætti að ökumaður bifreiðar tók vinstri beygju í veg fyrir aðra bifreið sem kom á móti. Rannsókn slyssins leiddi í ljós að ökumaðurinn, sem hafði tekið vinstri beygju og lést í slysinu, var ekki í öryggisbelti.

Þá leiddi hún einnig í ljós að ökumaður bifreiðarinnar sem kom úr gagnstæðri átt var með útrunnið bráðabirgðaökuskírteini, auk þess sem hann ók talsvert yfir hámarkshraða, sem er 50 km/klst. Hraðaútreikningur bendir til þess að hraði bifreiðarinnar hafið verið um 75 km/klst þegar slysið varð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert