Lenti á bifreið úr gagnstæðri átt

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hjörtur

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands frá árinu 2016 um að kona skuli greiða 150 þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið bifreið án aðgæslu og of hratt með þeim afleiðingum að hún missti stjórn á bifreiðinni og lenti á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt.

Ökumaður og farþegi þeirrar bifreiðar slösuðust í slysinu sem varð á Suðurlandsvegi árið 2014. Ökumaðurinn hlaut meðal annars brot á bringubeini og lendarlið. Farþeginn viðbeinsbrotnaði, hlaut brot á bringubeini og kviðslitnaði, auk fleiri meiðsla.

Landsréttur staðfesti einnig sýknu konunnar af kröfu ákæruvalds um ökuréttarsviptingu.

Landsréttur sýknaði aftur á móti eiganda bílsins sem konan keyrði en héraðsdómur hafði dæmt hann til 20 þúsund króna sektar.

Bílar á ferð um Suðurlandsveg.
Bílar á ferð um Suðurlandsveg. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert