Ákærður fyrir stórfellda kannabisræktun

Héraðssaksóknari hefur ákært mann um fertugt fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en mjög mikið magn kannabisefna fundust í íbúð í Reykjanesbæ hans fyrir tveimur árum. 

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ræktað kannabis og haft í fórum sínum 27 kannabisplöntur, tæplega 1800 grömm af kannabislaufi, 1500 grömm af kannabisstönglum og tæplega 9,6 kíló af maríjúana. 

Er þess krafist að gerðar verði upptækar framangreindar 27 kannabisplöntur,
1.757,34 g af kannabislaufi, L479,40 g af kannabisstönglum og 9.581,28 g af maríjúana. Jafnframt verði þrjú ræktunartjöld, sjö lampar og sex viftur gerðar upptækar en lögreglan lagði hald á búnaðinn við húsleit í íbúð mannsins í Reykjanesbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert