Skoða lagningu sæstrengs

Vodafone Fjarskipti.
Vodafone Fjarskipti. Ljósmynd/Aðsend

Vodafone á Íslandi, með liðsinni Vodafone Group, skoðar fýsileika þess að leggja nýjan sæstreng frá Íslandi til Evrópu.

Verkefnið er enn á þróunarstigi og ekki ljóst hvort af því verður. Þetta staðfestir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Sýnar, móðurfélags Vodafone.

„Þar sem um væri að ræða uppbyggingu á mikilvægum fjarskiptainnviðum til landsins á félagið nú einnig í uppbyggilegum viðræðum við stjórnvöld. Rétt er að taka fram að ekki er á þessu stigi gert ráð fyrir að koma þurfi til beins fjárhagslegs ríkisstuðnings verði verkefnið að veruleika,“ segir hann í umfjöllun um þessi áform í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert