Sást 6.910 km frá merkingarstaðnum

Sanderla.
Sanderla. Ljósmynd/Dan Pancamo-Wikipedia CC

Víðförulasti merkti fuglinn sem sást hér á landi í fyrra var litmerkt sanderla. Hún sást á Melrakkasléttu 6.910 kílómetra frá staðnum þar sem hún var merkt, sem var í Gana á vesturströnd Afríku.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um fuglamerkingar síðasta árs, en um megin niðurstöður hennar er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir m.a. af stormmáfi sem fannst í Swampscott í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann hafði upphaflega verið merktur við Akureyrarflugvöll sumarið 2013. Hann hafði því ferðast 4.110 km að heiman þegar hann náðist. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert