Nýir talsmenn barna á Alþingi

Þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum gerast talsmenn barna á Alþingi í dag, mánudaginn 19. mars. Þeir undirrita yfirlýsingu þess efnis að þeir skuldbindi sig til að hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitist við að tileinka sér barnvæn sjónarmið og hafa hagsmuni barna að leiðarljósi.

Í fréttatilkynningu frá Barnaheillum, UNICEF og umboðsmanni barna segir að til að undirbúa sig undir þetta hlutverk hafi þingmennirnir sótt námskeið þar sem fulltrúar ungmennaráða Barnaheilla og UNICEF auk ráðgjafahóps umboðsmanns barna kynntu þeim ákvæði Barnasáttmálans og hvernig hann nýtist við ákvarðanatöku og stefnumótun. Ungmennin lögðu áherslu á að réttindi barna yrðu höfð að leiðarljósi við allar ákvarðanir talsmannanna á þingi.

Hver flokkur tilnefnir einn aðalmann og einn varamann. Eftirtaldir þingmenn eru talsmenn barna á yfirstandandi þingi:

Flokkur fólksins

Aðalmaður: Inga Sæland

Varamaður: Guðmundur Ingi Kristinsson

Framsóknarflokkur

Aðalmaður: Líneik Anna Sævarsdóttir

Varamaður: Willum Þór Þórsson

Miðflokkur

Aðalmaður: Gunnar Bragi Sveinsson

Varamaður: Anna Kolbrún Árnadóttir

Píratar

Aðalmaður: Jón Þór Ólafsson

Varamaður: Björn Leví Gunnarsson

Samfylking

Aðalmaður: Oddný G. Harðardóttir

Varamaður: Ágúst Ólafur Ágústsson

Sjálfstæðisflokkur

Aðalmaður: Bryndís Haraldsdóttir

Varamaður: 

Viðreisn

Aðalmaður: Þorsteinn Víglundsson
Varamaður: Hanna Katrín Friðriksson

Vinstri Græn

Aðalmaður: Andrés Ingi Jónsson 

Varamaður: Steinunn Þóra Árnadóttir

Barnaheill, umboðsmaður barna og UNICEF á Íslandi eiga hugmyndina að því að skipa talsmenn barna. Var það gert í fyrsta skipti árið 2014.

Undirritun yfirlýsingar talsmanna barna á Alþingi fer fram í Alþingishúsinu í dag, mánudaginn 19. mars í þingflokksherbergi Vinstri Grænna og hefst kl. 12:00.

Fulltrúar ungmennaráða Barnaheilla og UNICEF á Íslandi og ráðgjafahóps umboðsmanns barna munu ávarpa viðstadda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert