Læknisvottorðum vegna fjarvista fækki

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur farið þess á leit við framhaldsskóla að þeir sníði mætingarreglur sínar með þeim hætti að heimsóknum á heilsugæslustöðvar vegna læknisvottorða fækki.

Í tilkynningu frá skólaráði Menntaskólans við Reykjavík segir að nemendum yfir 18 ára verði ekki lengur gert skylt að framvísa læknisvottorði vegna veikinda sem vara í fimm daga eða skemur. Aðeins þurfi að hafa með sér miða „undirritaðan af aðstandanda“ sem staðfesti veikindin. Það sama gildi því nú um nemendur sem náð hafi átján ára aldri og þá sem yngri eru.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Óskar Sesar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þetta engu breyta um að heilsugæslan skrifi vottorð fyrir þá sem telja sig þurfa og vottun alvarlegri veikinda breytist ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert