Dekk losnaði undan strætó

Um klukkan hálfsjö í gærkvöldi losnaði dekk undan strætisvagni á Víkurvegi og lenti dekkið framan á bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. 

Strætisvagnabílstjórinn mun samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa tekið eftir óhappinu en veitti því athygli síðar að dekk vantaði undir vagninn. 

Bifreiðin sem varð fyrir dekkinu er töluvert skemmd og kvartaði ökumaðurinn um meiðsli í baki.

Rétt fyrir klukkan átta í gærkvöld barst lögreglunni tilkynning um umferðaróhapp á Dverghöfða. Bifreið sem ekið var á aðra var ekið af vettvangi. 

Ökumaður hennar var stöðvaður skömmu síðar við Dugguvog og er hann einnig grunaður um ölvun við akstur, að aka sviptur ökuréttindum og hafa brotið forgang við gatnamót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert