59 á biðlista eftir offituaðgerðum

Skurðaðgerð á Landspítala.
Skurðaðgerð á Landspítala. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Alls eru 59 einstaklingar, þar af 49 konur og 10 karlar, á biðlista eftir magahjáveituaðgerð sem og öðrum aðgerðum á maga vegna offitu á Landspítalanum. Um áramót biðu 69 einstaklingar eftir slíkum aðgerðum á spítalanum. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Landspítalanum við fyrirspurn mbl.is í kjölfar greinar um slíkar aðgerðir fyrir viku.

Í greininni kom meðal annars fram að tvær konur hafi látist í kjölfar magaermaraðgerða á þessu ári. Þær höfðu báðar farið í aðgerðina á einkastofu á síðasta ári. Andlát þeirra eru til rannsóknar hjá embætti landlæknis og lögreglu.

Alls var gerð 41 aðgerð vegna offitu á Landspítalanum í fyrra. Um er að ræða meðkviðarholsspeglun, ýmist magahjáveituaðgerð eða aðrar aðgerðir á maga vegna offitu. Ekki eru gerðar svokallaðar magabandsaðgerðir á Landspítalanum en aðeins ein einkastofa gerir slíkar aðgerðir á Íslandi.  

Mbl.is óskaði eftir svari við því hversu margir hafi leitað til Landspítala (LSH) eftir offituaðgerðir á maga annars staðar, það er á einkastofum og í útlöndum, vegna hliðarverkana sem þeir hafa fengið vegna slíkra aðgerða árið 2017.

„Landspítali heldur ekki skrár eða sérstakt yfirlit um þá sjúklinga sem til spítalans leita í kjölfar meðferðar á sjúkrahúsum erlendis eða af öðrum sjúkrastofnunum/ læknastofum. Það er hlutverk spítalans að taka við þeim sjúklingum sem til hans leita óháð því hvort það er í kjölfar meðferða annars staðar,“ segir í skriflegu svari frá Landspítalanum. 

Jafnframt var spurt um hversu mörg magabönd hafi verið fjarlægð á Landspítalanum í fyrra.

„Það hafa slíkar aðgerðir verið framkvæmdar á LSH en þær eru ekki margar. Þegar aðskotahlutur er fjarlægður, eins og það að fjarlægja band er, þá er það skráð sem slíkt. Það myndi því krefjast mikillar vinnslu að aðgreina þær frá öðrum óskyldum aðgerðum,“ segir enn fremur í svari Landspítalans.

Magaermi.
Magaermi.

Nokkr­ar teg­und­ir offituaðgerða eru gerðar hér á landi en flest­ir fara í hjá­v­eituaðgerðir, maga­erm­araðgerð eða láta setja upp maga­band. Skipt­ar skoðanir eru um maga­bandsaðgerðir en ein stofa, Gra­vitas, ger­ir slík­ar aðgerðir á Íslandi. Þær eru held­ur ekki gerðar á Land­spít­al­an­um og í mörg­um lönd­um er nán­ast hætt að gera slík­ar aðgerðir nema í ákveðnum til­vik­um. Þær eru aft­ur á móti al­geng­ar í Bretlandi og á Íslandi.

Í frétt á mbl.is fyrr á ár­inu kom fram að við maga­hjá­v­eituaðgerð [e. gastric bypass] er mag­an­um skipt í tvennt, minni hluta sem fæða fer um og svo stærri hluta sem er frá­tengd­ur, þ.e. ekki er fjar­lægður neinn hluti mag­ans. Þá sé smágirn­inu skipt, fjær­hluti þess tengd­ur við litla mag­ann en nær­hluti við fjær­hluta smágirn­is 150 cm frá teng­ingu litla mag­ans og smágirn­is. Aðgerðin feli þannig í sér magaminnk­un auk þess sem leið fæðu um melt­ing­ar­veg hef­ur verið stytt.

Magaband.
Magaband.

Eng­in hjá­v­eita sé hins veg­ar gerð með maga­erm­araðgerð [e. gastric sleeve]. „Þá er stór hluti af mag­an­um fjar­lægður með því að taka af hon­um endi­löng­um og maga­rúm­málið þannig minnkað,“ seg­ir Páll Helgi Möller, yf­ir­lækn­ir kviðar­hols- og brjóst­hols­skurðlækn­inga á Land­spít­al­an­um, í frétt á mbl.is frá því í janú­ar. Þannig hald­ist melt­ing­ar­veg­ur­inn óbreytt­ur utan áður­nefndr­ar minnk­un­ar á mag­an­um.

Í maga­bandsaðgerðum er maga­band sett utan um efsta hluta mag­ans og þrengt að. Hægt er að stilla það eft­ir þörf­um en það er fyllt með vökva. Aðgerðin er gerð með kviðsjá og tek­ur stutta stund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert