Sósíalistar stefna á framboð í borginni

Gunnar Smári Egilsson.
Gunnar Smári Egilsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinn í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. 

Framkvæmdastjórn flokksins verður falið að undirbúa framboðið en í tilkynningu frá flokknum kemur fram að flokkurinn vilji stuðla að kröftugri umræðu um sveitarstjórnarmál meðal flokksmanna. Einnig verði kannaðir möguleikar á framboðum í öðrum sveitarfélögum.

Það er mat félagsfundarins að brýnt sé að fram komi sósíalískt framboð á vettvangi borgarmála sem heldur á lofti brýnni hagsmunabaráttu þeirra sem hafa orðið undir vegna samfélagslegs óréttlætis.

Segir enn fremur í tilkynningunni að framboð til borgarstjórnar sé eðlilegt framhald af kröfu um endurreisn verkalýðshreyfingarinnar. „Reykjavíkurborg rekur blóðuga láglaunastefnu gegn launafólki sínu, ber mikla sök á húsnæðiskreppunni sem grefur undan lífskjörum launafólks og hefur ýtt undir uppbyggingu húsnæðisbrasks, leigufyrirtækja og völd verktaka sem hafa stórgrætt á húsnæðisvanda hinna verst settu,“ segir þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert