Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

Spáin fyrir kvöldið er ekki góð.
Spáin fyrir kvöldið er ekki góð. mbl.is/Golli

Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. 

Það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. 

Spár gera ráð fyrir austan 15 - 23 m/s og því að vindhviðum fari upp í 35 m/s á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum, einkum frá kl. 19.00 til kl. 02.00. 

Það mun rigna á láglendi frá því um klukkan 18.00 og fram undir morgun en talsverð rigning verður suðaustanlands í dag og á Austfjörðum í kvöld og fram eftir morgni. 

„Suðaust­an 15-23 m/​s, hvass­ast í efri byggðum og á Kjal­ar­nesi. Lausa­mun­ir geta fokið. Slydda í fyrstu, síðar rign­ing og hlýn­ar. Ráðlegt er að huga að því að rign­ing­ar- og leys­ing­ar­vatn kom­ist sína leið í frá­veitu­kerfi til að fyr­ir­byggja vatns­tjón,“ seg­ir á vef Veður­stofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert