Hálka og þæfingur

Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingur er austan við Hellu að Ásmundarstöðum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir.

Það er víða orðið greiðfært á Norðurlandi vestra en hálka er á Þverárfjalli og á nokkrum útvegum. Hálkublettir eru á Vatnsskarði og á Siglufjarðarvegi.

Hálka eða hálkublettir eru víða á Norðausturlandi en greiðfært er í Eyjafirði.

Á Austur- og Suðausturlandi er hálka, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert