Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

Ásmundur Friðriksson.
Ásmundur Friðriksson. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu hennar.

Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. Þær ræddu einnig endurgreiðslu á aksturspeningum þingmanna og segir Hanna Katrín ljóst að þetta þurfi að ræða frekar.

Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, er sá þingmaður sem fékk mest­an akst­urs­kostnað end­ur­greidd­an fyr­ir síðasta ár, eða 4,6 millj­ón­ir króna.

Kjörnir þingmenn verða að geta sinnt kjósendum sínum og þá lýðræðinu, segir Hanna Katrín. Hún segir að ljóst sé að það sé einhver sjálftaka í gangi hjá einstökum þingmönnum sem sé grafalvarlegt mál. 

Hún segist telja að þetta þurfi að ræða og að leikreglur séu mjög skýrar og hvernig þær eru túlkaðar. Ábyrgð þingmanna er gríðarlega mikil. 

Eygló tekur undir með Hönnu Katrínu að fara verði yfir reglurnar og hún telji að hagsmunaskráningareglur þingsins ekki nægjanlega góðar. Þessu hafi hún komið á framfæri þegar hún var á þingi. Hún hafi, að eigin frumkvæði, birt mun meiri upplýsingar um sína hagi en henni hafi borið. 

Upptaka á Vísi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert