66 ára og líður ekki degi eldri en 39 ára

Birna úti í náttúrunni en hún er mikil útivistar- og …
Birna úti í náttúrunni en hún er mikil útivistar- og fjallamanneskja.

Birna Guðmundsdóttir hefur stundað íþróttir allt sitt líf og helgað íþróttakennslu krafta sína. Árið 2014 hætti hún kennslu í Flataskóla sökum aldurs. Nú þjálfar Birna ýmsa líkamsræktarhópa allt frá ungbörnum til fullorðinna í Mýrinni og Sjálandslaug. Birna er jákvæður orkubolti sem stundað hefur hreyfingu og hugað að hollu mataræði frá unga aldri.

„Ég er stelpa fædd í miðbæ Reykjavíkur og bjó þar til 16 ára aldurs,“ segir Birna sem fagnar 66 ára afmæli 22. febrúar. Hún rekur Líkamsrækt B&Ó, í samstarfi við Ólaf Ágúst Gíslason. Líkamsrækt B&Ó er partur af almenningsíþróttadeild Stjörnunnar og fagnar 30 ára afmæli á næsta ári.

„Það verður að sjálfsögðu haldið upp á afmælið með afmælisferð út á land,“ segir Birna sem er menntaður íþrótta- og ungbarnasundkennari. Hún hefur helgað sig íþróttakennslu allan starfsferilinn.

Sjá samtall við Birnu í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert