„Ég var alltaf í símanum“

„Maður er alltaf að pæla í því hvað aðrir eru að gera í staðinn fyrir að einbeita sér að sjálfum sér,“ segir hinn 18 ára gamli Flóki Sigurjónsson um samfélagsmiðla sem hann hætti að nota um áramótin. Hann finnur mikinn mun: Betra sé að halda einbeitingu, svefninn sé betri og tíminn nýtist betur.

Ég hitti Flóka á dögunum og ræddi við hann um þessi mál en Flóki, sem segist alltaf hafa verið tengdur og notað símann í allt að sex klukkustundir á dag, hefur velt þessum hlutum mikið fyrir sér. Viðtalið er í myndskeiðinu sem fylgir.

Tíminn flýgur á samfélagsmiðlum.
Tíminn flýgur á samfélagsmiðlum. Hallur Már/mbl.is

Á næstunni verður fjallað um samfélagsmiðla og netnotkun ungs fólks á mbl.is og óskum við eftir ábendingum og sögum lesenda um málefnið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert