Þyrlan sótti einn slasaðan á Lyngdalsheiði

Þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann. Mynd úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti einn slasaðan á Lyngdalsheiði rétt fyrir klukkan fimm í dag eftir að smárúta valt á heiðinni. Lenti þyrlan við Landspítalann um sexleytið. Þetta staðfestir Landhelgisgæslan við mbl.is.

Mikill skafrenningur er á heðinni og lélegt skyggni. Rúv segir frá því að lögreglan á Suðurlandi beini því til fólks að vera ekki á ferðinni á Lyngdalsheiði eða Mosfellsheiði. Er haft eftir lögreglumanni að frá klukkan þrjú hafi orðið sex óhöpp. Þá hafi björgunarsveitir verið kallaðar til aðstoðar á heiðinni og komið farþegum rútunnar niður af heiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert