Frekari fregnir væntanlegar á morgun

United Silicon í Helguvík.
United Silicon í Helguvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

United Silicon fékk í lok ág­úst heim­ild til greiðslu­stöðvun­ar til 4. des­em­ber svo að unnt væri að rétta rekst­ur­inn af. Var heim­ild­in síðan fram­lengd til 22. janú­ar. Sam­kvæmt norsk­um sér­fræðing­um sem unnu út­tekt á verk­smiðju United Silicon í Helgu­vík kost­ar 25 millj­ón­ir evra, 3,1 millj­arð ís­lenskra króna, að klára verk­smiðjuna og koma meng­un­ar­vörn­um í lag.

Alþjóðleg­ir aðilar í kís­iliðnaði hafa sett sig í sam­band við Ari­on banka, stærsta hlut­hafa United Silicon og lýst yfir áhuga á aðkomu að starf­semi verk­smiðjunn­ar. Kostnaður Ari­on banka vegna rekst­urs United Silicon frá því að fé­lagið fékk heim­ild til greiðslu­stöðvun­ar nem­ur meira en 600 millj­ón­um króna, eða um 200 millj­ón­um á mánuði. Kröfu­haf­ar hafa einnig lýst yfir áhuga en ekki er úti­lokað að fyr­ir­tækið verði sett í þrot. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert