Aðstoðuðu fiskflutningabíl í vanda

Félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar að störfum í gærkvöldi.
Félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar að störfum í gærkvöldi. Facebook-síða Björgunarfélags Ísafjarðar

Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út í gærkvöldi til þess að aðstoða við að tæma fulllestaðan flutningabíl sem hafði lent utan vegar. Um fiskflutningabíl var að ræða. 

Á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar kemur fram að verkefnið hafi gengið vel enda ekki í fyrsta sinn sem sveitin kemur að svona verkefni.

Tólf félagar BFÍ komu að björguninni og tók það fjóra tíma að koma bílnum upp á veg og leggja af stað á honum til Ísafjarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert