Hörð deila flugliða og Primera

Primera Air Boeing Max
Primera Air Boeing Max

Fulltrúar Primera Air Nordic SIA mættu ekki á sáttafund með Flugfreyjufélagi Íslands, sem ríkissáttasemjari boðaði til í gær vegna flugliða í áhöfnum véla sem gerðar eru út frá Íslandi. Annar fundur er boðaður í byrjun febrúar.

„Það hefur aldrei gerst í sögu embættisins sem stofnað var 1980 að deiluaðili mæti ekki til boðaðs sáttafundar,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara.

Flugfreyjufélag Íslands hefur fullt forræði yfir kjaradeilunni en ASÍ kemur fram fyrir hönd félagsins að sögn Magnúsar M. Norðdahl, deildarstjóra lögfræðideildar ASÍ. Hann segir að Primera Air hafi ekki mætt á fjóra boðaða sáttafundi.

„Ríkissáttasemjari hefur ekkert lagalegt úrræði til þess að draga Primera Air að samningaborðinu þrátt fyrir að það sé lagaleg skylda félagsins að mæta. Í sumum grannlöndunum getur ríkissáttasemjari gefið út eins konar handtökuskipun,“ segir Magnús og bætir við að Primera Air hafi frá upphafi talið að sér bæri engin skylda til þess að semja við verkalýðsfélög hér á landi varðandi flugliða. Lögheimilisfesti launþega eigi að ráða hvaða kjarasamningar gilda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert