Nýr vígslubiskup kosinn í mars

Skálholtskirkja. Kjör vígslubiskups fer fram dagana 9.–21. mars.
Skálholtskirkja. Kjör vígslubiskups fer fram dagana 9.–21. mars. mbl.is/Rax

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að endurtaka tilnefningu til vígslubiskups í Skálholti í febrúar og að kosið verði á ný í mars á næsta ári. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá þjóðkirkjunni.

Áður hafði verið greint frá því að í ljós hefði komið að kjör­stjórn þjóðkirkj­unn­ar hefði ákveðið að ógilda kosn­ingu vígslu­bisk­ups í Skál­holtsum­dæmi þar sem í ljós hafi komið að vali kjörmanna í a.m.k. 41 af 164 sóknum í Skálholtsumdæmi hafi verið ábótavant, sem hafi haft í för með sér að verulegir annmarkar voru á kjörskrá við kosningu vígslubiskups.

Ný tilnefning mun fara fram dagana 2.-. febrúar 2018 og verður þá kosið á milli þeirra þriggja einstaklinga sem flestar tilnefningar fá. Kosningin fer síðan fram dagana 9.-21. mars 2018.

Kjörskrá veður lögð fram á hádegi 19. janúar 2018, en viðmiðunardagur kjörskrár er 12. janúar 2018.

Hvetur kjörstjórn þær sóknir þar sem val kjörmanna er ábótavant að bæta sem fyrst úr og eigi síðar en 12. janúar nk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert