Músagangur slær met

Mús í Skerjafirði.
Mús í Skerjafirði. mbl.is/Golli

Músagangur hefur verið áberandi í sveitum á Suðurlandi að undanförnu svo bændur þar muna vart annað eins.

„Ég er búinn að eitra grimmt að undanförnu og það heldur öllu í skefjum. En hér eru hagamýs um alla móa og þeim hefur fjölgað grimmt að undanförnu. Það rekja menn til þess að haustið í fyrra og allur vetur var mildur og síðasta sumar einstaklega veðursælt. Fyrir vikið hefur stofninn haldist sterkur og viðkoman virðist góð,“ segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson á Barkarstöðum í Fljótshlíð í Morgunblaðinu í dag.

Í uppsveitum Árnessýslu hafa menn svipaða sögu að segja. Þá er mikið um mýs við hesthúsin í upplöndum Reykjavíkur. Þar virðist eitrun fyrir þessi dýr þó duga, svo langt sem það nær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert