Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

Flugliðar WOW air vilja að FFÍ taki tillit til vilja …
Flugliðar WOW air vilja að FFÍ taki tillit til vilja þeirra.

Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna.

Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, að í ljósi breyttra aðstæðna hafi verið ákveðið að fresta stofnfundi félagsins. Boðaður fundur flugliða WOW air verði þess í stað stöðufundur. Mbl.is greindi frá fundi Flugfreyjufélags Íslands með félagsmönnum WOW air.

Á fundinum voru tvær ályktanir samþykktar, annars vegar að formaður FFÍ og fulltrúi WOW air skrifi undir kjarasamning flugliða WOW air og hann verði sendur til atkvæðagreiðslu félagsmanna. Hins vegar var skoðun á þeim möguleika að deildarskipta FFÍ í minni einingar sem myndu starfa sjálfstætt fyrir hvern viðsemjenda.

Í tilkynningunni segir þó að nauðsynlegt sé að halda möguleika stofnunar nýs stéttarfélags á borðinu til þess að þrýsta á að FFÍ standi við stóru orðin og styðji við flugliða WOW air og taki tillit til vilja þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert