160.000 séð Tulipop á YouTube

Helga Árnadóttir stofnaði Tulipop árið 2010 ásamt Signýju Kolbeinsdóttur sem …
Helga Árnadóttir stofnaði Tulipop árið 2010 ásamt Signýju Kolbeinsdóttur sem nú hefur flutt til Bandaríkjanna til að fylgja vörunum á markað vestanhafs. Mynd/K100

„Við stofnuðum Tulipop fyrir sjö árum á Hönnunarmars“, segir Helga Árnadóttir annar stofnanda Tulipop. Signý Kolbeinsdóttir er meðstofnandi og jafnframt listrænn hönnuður vörumerkisins, sem var stofnað til að búa til skapandi en jafnframt fallega vörulínu fyrir börn. Signý er nú flutt til New York þar sem þær stöllur hafa opnað skrifstofu og náð samningi við dreifingaraðila  vestanhafs. 

Í Magasíninu á K100 sagði Helga fyrirtækið á góðri siglingu. Á dögunum var opnuð skrifstofa í Bandaríkjunum og af því tilefni gerði Signý veggl­ista­verk með karakterunum úr Tulipipop heiminum á Venice Beach, fjölförnum stað í Los Angeles. Listaverkið er hluti af markaðsherferð þeirra í Bandaríkjunum þar sem vörur þeirra eru komnar inn í fjölda verslana.  

Sjá frétt mbl.is um málið, Íslensk­ur æv­in­týra­heim­ur á Venice Beach

Helga lýsir því hvernig þær stækkuðu fyrirtækið og fjármögnuðu hverja framleiðsluna á fætur annarri. í dag er fyrirtækið með 70 vörulínur í sölu. 

„Við erum sjálfar búnar að setja einhverjar 70 vörur á markað síðan Tulipop var stofnað,“ segir Helga. „Helstu verðmætin í Tulipop er þessi ævintýraeyja og persónurnar og hugverkið sem slíkt, sem við höfum verið að vernda með vörumerkjaskráningum.“ Helga segir að nú séu þær að gera samninga við dreifingar- og framleiðsluaðila sem hafa góð sambönd inn í stórar verslunarkeðjur.  

Einnig er ný hafin framleiðsla á Tulipop þáttum sem sýndir eru á YouTube og nú þegar hafa 160.000 manns fylgst með ævintýraveröld þeirra Signýjar og Helgu. 

Sjá frétt Mbl.is - Teikni­mynd­ir frá Tulipop á YouTu­be

Viðtalið má nálgast í heild hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert