MH hafði sigur í Boxinu

Ljósmynd/Aðsend

Lið Menntaskólans við Hamrahlíð vann Boxið – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna í ár en átta lið frá jafnmörgum framhaldsskólum kepptu til úrslita í gær í Háskólanum í Reykjavík. Lið Menntaskólans í Reykjavík varð í öðru sæti og lið Fjölbrautaskóla Suðurlands í því þriðja.

Meðal þeirra þrauta sem liðin glímdu við í ár var að hanna og smíða brú úr einu kílói af spagettíi, forrita díóðulampa fyrir þörungaræktun, smíða bíl úr gosdrykkjadósum og greina gögn úr lygamæli að því er kemur fram

Þrautirnar eru hannaðar af sérfræðingum fyrirtækja, úr ólíkum greinum iðnaðarins, með aðstoð fræðimanna HR og reyna á verklega og bóklega þekkingu, hugvit, verklag, útsjónarsemi og samvinnu þátttakenda.

Ljósmynd/Aðsend

Vinningsliðið skipuðu: Gunnar Dofri Viðarsson, Árni Haukur Árnason, Birkir Jóhannes Ómarsson, Davíð Sindri Pétursson, Gunnar Dofri Viðarsson og Þorsteinn Jónsson. Þetta er annað árið í röð sem lið MH ber sigur úr býtum í Boxinu og sjöunda sinn sem Boxið er haldið. Markmið keppninnar er að kynna og vekja áhuga nemenda í framhaldsskólum á verk- og tækninámi og fjölbreyttum störfum í iðnaði.

Nánari upplýsingar um Boxið er að finna á www.ru.is/boxid.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert