Íslensk bjórhátíð stækkar um helming

Hundruð gesta sækja árlega bjórhátíð á KEX hostel, nú í …
Hundruð gesta sækja árlega bjórhátíð á KEX hostel, nú í febrúar næstkomandi. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

„Uppleggið með hátíðinni er að bæta bjórmenninguna hér á landi og að fagna Bjórdeginum 1. mars,“ segir Hinrik Carl Ellertsson, einn skipuleggjenda The Annual Icelandic Beer Festival sem haldin verður í sjöunda sinn 22.-24. febrúar næstkomandi. Hátíðin fer fram á jarðhæð KEX hostels í Reykjavík.

Hátíðin tekur mikinn vaxtarkipp að þessu sinni, bæði brugghúsum og gestum verður fjölgað umtalsvert. Alls mun erlendum brugghúsum sem hingað koma fjölga úr 17 í 30. Þeim íslensku fjölgar einnig umtalsvert.

„Það er öllum íslenskum brugghúsum boðið og undir þeim komið hvort þau taka þátt. Við giskum á að alls verði 45-47 brugghús á hátíðinni,“ segir Hinrik í umfjöllun um stækkun hátíðarinnar í Morgunblaðinu í dag, en í fyrra voru þau 23.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert