Miðað við ráðgjöf í kolmunna

Trollið stútfullt á kolmunnaveiðum á Víkingi AK 100.
Trollið stútfullt á kolmunnaveiðum á Víkingi AK 100. Ljósmynd/Börkur Kjartansson

Ekki náðist samkomulag um skiptingu kolmunna á fundi strandríkja í London í vikunni. Hins vegar var ákveðið að setja kvóta samkvæmt ráðgjöf ICES og nýtingarstefnu sem samþykkt var í fyrra.

Samkvæmt því er miðað við að heildarafli verði tæp 1.388 þúsund tonn á næsta ári, sem er 3% prósent aukning. Ísland gaf út kvóta fyrir þetta ár sem nam 19,7% af ráðlagðri heildarveiði en reyndist síðan vera 15,2% af heildarkvóta allra strand- og veiðiríkja.

Á fundinum talaði Ísland fyrir minni kvóta í ljósi þess að ekkert samkomulag er og kvótasetning verður í heild langt umfram það sem að er stefnt. Ekki var tekið undir tillöguna.

Viðræður um stjórnun veiða

Alþjóðahafrannsóknaráðið, ICES, lagði í haust til, í samræmi við langtímanýtingarstefnu, að afli ársins 2018 yrði ekki meiri en 1.388 þúsund tonn. Ráðgjöf fyrir árið 2017 var litlu lægri eða 1.340 þúsund tonn en gert er ráð fyrir að aflinn á árinu verði um 1.559 þúsund tonn.

Í gær hófust viðræður um stjórnun veiða á norsk-íslenskri síld, sem reiknað er með að ljúki fyrir helgi. aij@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert