Síldarlýsi út á salatið?

Berta Daníelsdóttir framkvæmdstjóri Íslenska Sjávarklasans bauð þáttastjórnendum upp á ostakex …
Berta Daníelsdóttir framkvæmdstjóri Íslenska Sjávarklasans bauð þáttastjórnendum upp á ostakex og síldarlýsi. Mynd/Magasínið

Íslenski Sjávarklasinn bauð til viðburðarins „Matur & nýsköpun“ síðdegis. Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri klasans mætti í beinu framhaldi í Magasínið á K100 til að segja frá því nýjasta sem íslenskir matarfrumkvöðlar hafa verið að framleiða og þróa. Vörur sem nú eru komnar á markað. Berta bauð þáttastjórnendunum Magasínsins upp á stökkt ostakex sem skolað var niður með síldarlýsi með appelsínukeimi. Síldarlýsið sagði Berta kjörið út á salatið. 

Frá hönnun yfir í fullunnar vörur 

Þetta er í annað sinn sem Íslenski Sjávarklasinn heldur viðburð, eða öllu heldur stefnumót matarfrumkvöðla, fjárfesta, verslana sem selja matvöru og annarra samstarfsaðila í Húsi sjávarklasans. Viðburðinn var haldinn í samstarfi við Landbúnaðarklasann og voru rúmlega 20 frumkvöðlar mættir til að kynna það sem þau hafa upp á að bjóða. Markmiðið með Mat og nýsköpunar (M&N) er að kynna nýsköpunarfyrirtæki og sprota sem vinna að nýsköpun og framþróun í mat hér á landi. Allt frá hugmyndum og hönnun yfir í fullunnar vörur.

Fjölbreytt nýsköpun í gangi

Berta fór yfir það hve áhugavert það er og hversu vel við nýtum orðið sjávarafurði hérlendis. Einnig kom hún inn á styrkleika fjölbreytilegra menningarheima sem mætast hérlendis er fólk af erlendum uppruna fer að rugla saman reitum. 

„Ástin flytur fjöll og trú," segir Berta og bætir við.  „Einn frumkvöðulinn okkar var með íslenskt nautakjöt sem var þurrkað og verkað á suður-afrískan hátt og kryddað með íslenskum kryddjurtum. Oft er þetta þannig að fólk kynnist og flytur til Íslands og þá þarf makinn að fara að leita sér að vinnu og það gerir viðkomandi oft í gegnum nýsköpun. Þetta segist Berta sjá ítrekað þegar fólk fer að blanda saman menningarheimum og mataráhuga. 

„Annað dæmi um þetta er Kombucha téið. Þar eru Manuel og Ragna, hann kemur frá Kúbu og Ragna týnir íslenskar jurtir einsog krækiber. Þau blanda þessu saman og úr þessu verður þessi dásamlegi drykkur.“

Hér má hlusta á viðtalið við Bertu í heild. 



Stökkt ostakex eða Lava Cheese.
Stökkt ostakex eða Lava Cheese. Mynd/Magasínið
Stökkt ostakex og síldarlýsi voru meðal nýjunga á viðburðinum Matur …
Stökkt ostakex og síldarlýsi voru meðal nýjunga á viðburðinum Matur og nýsköpun 2017. Mynd/Magasínið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert