Kjóstu til að komast í kosningapartý ársins

Natalie Gunnarsdóttir tónlistarkona er ein aðstandenda Vökunnar.
Natalie Gunnarsdóttir tónlistarkona er ein aðstandenda Vökunnar. Mynd/Magasínið

Til að komast i eitt flottasta kosningapartý landsins þarftu að kjósa. Fólk þarf að sanna það með því að smella sjálfu af sér við skilti Vökunnar sem verður á öllum kjörstöðum á höfuðborgarsvæðinu. VAKAN verður haldin í Valsheimilinu 28.10.2017.  

Tónlistarkonan Natalie Gunnarsdóttir ásamt fleiri góðum ætla að bjóða ungu fólki í gott partý á kosninganótt. Natalie kíkti í Magasínið og sagði frá því góða partýi sem framundan er. Einnig ræddu þær Hulda og Rikka við hana um mikilvægi þess að ungt fólk kjósi og ástríðu hennar fyrir að breiða út boðskapinn. 

Þeir sem fram koma á kosningavöku tónleikunum verða eftirfarandi tónlistarmenn: Reykjavíkurdætur / Emmsjé Gauti / Hildur / Páll Óskar / Sturla Atlas / Sylvía Erla / Aron Can / Góði Úlfurinn / Flóni / GDRN / Úlfur Úlfur / FM Belfast / Cell7 / Birnir / Yamaho / Joey Christ / Unnsteinn Manuel // Kynnir kvöldsins: Aronmola

Hér er Facebook síða Vökunnar - smelltu hér. 

Til að komast í kosningapartýið Vökunnar þarf að kjósa og …
Til að komast í kosningapartýið Vökunnar þarf að kjósa og sanna það með sjálfu á kjörstað. Mynd/Vakan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert