Dæmd fyrir árásir á son sinn

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

36 ára gömul kona var í dag dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn barnungum syni sínum. Í febrúar í fyrra greip hún fast um upphandleggi of axlir barnsins og kleip í báðar kinnar þess með þeim afleiðingum að það hlaut mar í andliti.

Tæpu ári síðar, eða í janúar á þessu ári, reif hún í hár sonar síns með þeim afleiðingum að hann hlaut roða á hvirfli, eins og segir í dómnum.

Konan játaði brot sín skýlaust og telst háttsemi hennar sönnuð. Um er að ræða brot gegn barnaverndarlögum. Ef hún heldur skilorð í tvö ár þarf hún ekki að fara í fangelsi. Konan var að auki dæmd til að greiða verjanda sínum 274 þúsund krónur í þóknun.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert