Skóflustunga tekin að Skarðshlíðarskóla

Skarðshlíðarskóli mun samanstanda af húsnæði fyrir 2ja hliðstæðu grunnskóla um …
Skarðshlíðarskóli mun samanstanda af húsnæði fyrir 2ja hliðstæðu grunnskóla um 6.800 m2, tónlistarskóla um 480 m2, leikskóla um 760 m2og íþróttahús um 870 m2, samtals um 8.910 m2. Tölvuteikning

Fyrsta skóflustungan að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði verður tekin á morgun, mánudag. Skólinn er níundi grunnskóli bæjarins en áætlanir gera ráð fyrir að skólinn verði eingöngu byggður fyrir eigið fé, einkum tekjur af lóðasölu. Skarðshlíðarskóli mun þó hefja starfsemi í vikunni í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju á meðan framkvæmdir við fyrsta áfanga standa yfir.  

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Í kjölfar skóflustungunnar klukkan 15 verður boðið til kaffisamsætis í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju þar sem fulltrúar byggingarverktakans Eyktar munu kynna bygginguna og framkvæmdina. Að því loknu munu skólastjórnendur hefja starfsemi skólans en daginn eftir verður Skarðshlíðarskóli formlega settur í fyrsta sinn.

96 nemendur eru skráðir í skólann þetta skólaár en þegar hann verður að fullu reistur verður hann með um 400-500 nemendur. Gert er ráð fyrir fjögurra deilda leikskóla fyrir 80-90 nemendur. Tónlistarskólaútibúið getur annað allt að 200 nemendum. Sérstaða skólans er að leik-, grunn- og tónlistarskóli verða reknir á sama stað og áhersla verður á sviðslist; dans og leiklist, í kennslu.

Fyrsta skóflustungan að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði verður tekin á …
Fyrsta skóflustungan að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði verður tekin á morgun. Tölvuteikning

Verktakafyrirtækið Eykt  byggir skólann samkvæmt samningi sem undirritaður var í sumar. Fyrsta áfanga framkvæmdarinnar á að vera lokið haustið 2018 og mun þá grunnskóli í Skarðshlíð flytja í húsnæðið. Gert er ráð fyrir að sumarið 2019 verði húsnæði fyrir leikskólann tilbúið og að ári síðar, eða sumarið 2020, verði skólinn fullbyggður, þ.e. grunn- og leikskóli, tónlistarskóli og íþróttahús.

Skarðshlíðarskóli mun samanstanda af húsnæði fyrir 2ja hliðstæðu grunnskóla um 6.800 m2, tónlistarskóla um 480 m2, leikskóla um 760 m2og íþróttahús um 870 m2, samtals um 8.910 m2. Byggingarnar verða hannaðar samkvæmt hugmyndafræði algildrar hönnunar. Í því felst að hanna góðar lausnir með jafnrétti og vellíðan alls fólks í fyrirrúmi, segir í fréttatilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert