Hitinn fór upp í 18,4 stig

Sólin ætlar að verða eitthvað feimin á morgun.
Sólin ætlar að verða eitthvað feimin á morgun. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Veðrið lék við flesta landsmenn í dag og fór hitinn mest upp í 18,4 stig í Árnesi. Þá mældust 18 stig í Skálholti í dag. Suðvestlæg átt verður ríkjandi á morgun og áfram verður hlýtt í vikunni.

Í nótt verður víða hægviðri og bjartviðri. Suðvestlæg átt verður ríkjandi á morgun, 3-10 m/s. Skýjað verður með köflum sunnan- og vestanlands, en bjartviðri í öðrum landshlutum. Hiti verður 10-18 stig.

Veðurvefur mbl.is.

Veðurspá næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er þessi:

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Austan kaldi með suðurströndinni á köflum, annars hægviðri. Bjart víðast hvar og hiti 8 til 19 stig, hlýjast vestanlands, en svalast við austurströndina. 

Á föstudag:
Hægur vindur og bjart með köflum austan til á landinu, en þykknar upp við suðaustan golu eða kalda um landið vestanvert, og dálítil væta síðdegis. Hiti 10 til 17 stig að deginum. 

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir ákveðna suðlæga átt með rigningu, en þurrt að mestu norðaustanlands. Hiti breytist lítið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert