Viðgerðir á gluggunum í Skálholti dýrar

Senda þarf steinda glugga Gerðar Helgadóttur í Skálholtsdómkirkju til viðgerða …
Senda þarf steinda glugga Gerðar Helgadóttur í Skálholtsdómkirkju til viðgerða í Þýskalandi. Kostnaður er ekki undir 70 milljónum. mbl.is/RAX

Ráðast þarf í viðamiklar viðgerðir á steindu gluggunum eftir Gerði Helgadóttur sem prýða Skálholtsdómkirkju, að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns verndarsjóðs kirkjunnar, sem Skálholtsfélagið hið nýja stofnaði í fyrra.

Einnig þarf að ráðast í sprunguviðgerðir á sjálfri kirkjunni en sprungur hafa komið í ljós sem rekja má til jarðskjálftanna sem urðu árin 2000 og 2008. Þær hafa orsakað að sprungur eru komnar í mósaík altaristöflu Nínu Tryggvadóttur.

„Það er brýn þörf á því að ráðast í viðgerðir á steindu gluggunum hennar Gerðar. Við sem endurvöktum fyrir fjórum árum Skálholtsfélagið, fyrir frumkvæði Karls Sigurbjörnssonar, fyrrverandi biskups, og Kristjáns Vals Ingólfssonar vígslubiskups ákváðum í fyrra að stofna þennan sjóð, sem á að safna fyrir viðgerðunum, bæði á gluggum Gerðar og altaristöflu Nínu Tryggvadóttur,“ segir Jón í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert