Þingmaður í flóttamannabúðum

Nichole ásamt nokkrum fylgdarlausum flóttadrengjum í Aþenu.
Nichole ásamt nokkrum fylgdarlausum flóttadrengjum í Aþenu.

Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, er þessa stundina stödd í Grikklandi á vegum SOS Barnaþorpa þar sem hún mun næstu fjórar vikurnar meðal annars sinna sjálfboðastörfum í þágu flóttabarna sem flúið hafa fylgdarlaus til Evrópu.

„Þú verður að fyrirgefa, en ég stend hérna með hópi barna sem eru að leik og ég heyri ekki allt sem þú segir,“ sagði Nichole þegar Morgunblaðið náði tali af henni í gærkvöldi.

„Þetta er fyrsti dagurinn minn í Grikklandi og ég er bara að kynna mér aðstæður, en mun síðan starfa á eina leikskólanum á svæðinu, þ.e. ég mun vinna á gólfinu með börnunum,“ segir hún.

Talið er að yfir 60.000 flóttamenn séu nú staddir í Grikklandi og bíði örlaga sinna, þar af er mikill fjöldi barna, að því er fram kemur í samtali við Nichole í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert