Skátakunnáttan nýtist víða

Skátamótið World Scout Moot var sett í troðfullri Laugardalshöll í morgun og óhætt er að segja að stemningin hafi verið frábær. mbl.is var á staðnum og ræddi við nokkra skáta, þar á meðal var öldungurinn Michael sem segir skáta vera áberandi í ríkisstjórn Donalds Trumps. 

Þá er rætt við Xander frá Curacao í Karíbahafinu sem ferðaðist í 50 klukkustundir til að komast á mótið sem er það fimmtánda sinnar tegundar. Meira en 5.000 skátar frá 96 löndum eru á landinu í tengslum við viðburðinn og eftir hátíðina dreifðu þeir sér um landið í sérstakar búðir sem búið er að setja upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert