Ökumenn aki Þrengslaveg á leið austur

Malbikunarframkvæmdir eru á Hellisheiði.
Malbikunarframkvæmdir eru á Hellisheiði. mbl.is/Þórður Arnar

Þeir ökumenn sem eiga leið um Suðurlandsveg geta átt von á töfum vegna framkvæmda. Hellisheiði er nú lokuð fyrir umferð á leið austur og þurfa ökumenn að fara Þrengslaveg. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar átti þeim malbikunarframkvæmdum sem voru meðal annars í Kömbunum og á hringtorgi við Hveragerði að vera lokið um klukkan fjögur í nótt. 

Í nótt var einnig stefnt að því að malbika báðar akreinar á Suðurlandsvegi á milli Kögunarhóls og Þórustaðanámu og verður umferðarstýring á svæðinu. 

Aðfaranótt miðvikudags er svo stefnt á að malbika hringtorg við Ölfusárbrú en þá verður Suðurlandsvegur lokaður við Ölfusárbrú. Þetta kemur einnig fram á vef Vegagerðarinnar. 

Vegagerðin varar einnig við töluverðum viðhaldsframkvæmdum á hringvegi frá Holtavörðuheiði að Blönduósi næstu daga. Vegfarendur geta búist við umferðarstýringu við framkvæmdasvæðið með 10-15 mínútna bið í senn. 

Vegfarendur eru beðnir að aka varlega um nýlögð svæði, virða stöðvunarskyldu og hraðatakmarkanir á vinnusvæðum til að lágmarka umferðartafir og tjón vegna steinkasts.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert