Eitt stærsta verkefni skátahreyfingarinnar

Fleiri þúsund skátar frá hátt í 100 löndum eru nú …
Fleiri þúsund skátar frá hátt í 100 löndum eru nú staddir hér á landi og verða næstu daga og vikur. mbl.is/Hanna

Skátamótið World Scout Moot 2017 er hafið en mótið var sett við hátíðlega athöfn sem hófst í Laugardalshöll klukkan tíu í morgun. Um 5.200 manns frá um 100 lönd­um taka þátt í mót­inu með ein­um eða öðrum hætti, þar af 4.700 þátt­tak­end­ur á aldr­in­um 18-25 auk fjölda sjálf­boðaliða 26 ára og eldri. 

Um er að ræða eitt stærsta einstaka verkefni skátahreyfingarinnar á Íslandi í 100 ára sögu hennar. Mótið fer fram á fjögurra ára fresti og var fyrst haldið árið 1931 og er mótið í ár það fjölmennasta frá upphafi en þetta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram á Íslandi.

Stærsti hópurinn er frá Bretlandi en þaðan koma um 650 þátttakendur. Þá taka um 450 Ástralar, 360 Svisslendingar og 300 Brasilíumenn þátt í mótinu en færri frá öðrum löndum. Um 100 íslenskir skátar eru skráðir til leiks sem þátttakendur en yfir 300 íslenskir skátar hafa þó sinnt undirbúningi og skipulagningu mótsins frá árinu 2013.

Nú að lokinni setningarathöfn dreif­ist hóp­ur­inn milli Reykja­vík­ur, Hafn­ar­fjarðar, Sel­foss, Hvera­gerðis, Akra­ness, Ak­ur­eyr­ar, Heima­lands, Hóla­skjóls, Skafta­fells og Þing­valla. Þá kem­ur hóp­ur­inn aft­ur all­ur sam­an á Úlfljóts­vatni á laug­ar­dag en mót­inu lýk­ur form­lega 2. ág­úst.

Haldið af stað. World Scout Moot 2017 var sett í …
Haldið af stað. World Scout Moot 2017 var sett í Laugardalshöll í dag. Skátarnir halda nú af stað með rútum vítt og breytt um landið. mbl.is/Hanna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert