Áfram malbikað á Suðurlandsvegi

Aðfaranótt miðvikudags 26. júlí er stefnt að því að malbika …
Aðfaranótt miðvikudags 26. júlí er stefnt að því að malbika hringtorg við Ölfusárbrú á Selfossi. Ölfusárbrú ásamt hringtorgi verður lokað fyrir alla umferð og verður umferð beint um Eyrabakkaveg og Þrengslaveg. Kort/Map.is

Opnað hefur verið fyrir alla bílaumferð um Hellisheiði en lokað var fyrir umferð á leið austur fram undir klukkan tíu í morgun vegna malbikunarframkvæmda við hringtorgið í Hveragerði. 

Um klukkan 10 í morgun var hafist handa við að malbika báðar akreinar á Suðurlandsvegi á milli Kögunarhóls og Þórustaðanámu. Annarri akreininni verður lokað í einu og verður umferð stýrt framhjá vinnusvæðinu. Áætlað er að framkvæmdirnar standi fram eftir degi. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar

Seinna í dag, eða um kl. 17, hefst malbikun á Eyrarvegi á Selfossi frá hringtorgi við Ölfusbrú og upp fyrir gatnamótin við Kirkjuveg. Áætlað er að þeim framkvæmdum ljúki um miðnætti í dag. 

Ölfusárbrú lokuð frá miðnætti 

Í nótt, aðfaranótt miðvikudags 26. júlí, er einnig stefnt að því að malbika hringtorg við Ölfusárbrú á Selfossi. Ölfusárbrú ásamt hringtorgi verður lokað fyrir alla umferð og verður umferð beint um Eyrabakkaveg og Þrengslaveg. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá miðnætti til kl. 6 um morguninn. Þetta kemur einnig fram á vef Vegagerðarinnar. 

Miðvikudaginn 26. júlí er stefnt að því að malbika aðra akreinina á Suðurlandsvegi frá hringtorgi við Toyota á Selfossi í áttina að Biskupstungnabraut. Akreininni verður lokað og verður umferð stýrt framhjá. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá klukkan sjö um morguninn til hádegis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert