Íhuga einstefnu á hluta Þingvallavegar

Rútur eiga leið í gegnum Þingvelli á hverjum degi enda …
Rútur eiga leið í gegnum Þingvelli á hverjum degi enda hluti af Gullna hrings-rúntinum. mbl.is/Rax

Það er til skoðunar að gera hluta Þingvallavegar að einstefnuvegi. Rúta með 43 farþega valt á veginum í síðustu viku þar sem ástand vegarins er verst. Meiri háttar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á veginum og standa vonir til að þær geti hafist í nóvember. 

Vegakaflinn sem um ræðir nær frá þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum fram hjá Hrafnagjá og að vegamótum Vallavegar og er um átta kílómetra langur. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, segir að önnur akrein þess hluta Þingvallavegar sem gert verður við verði lokuð á meðan framkvæmdir standa yfir og verður sá hluti einstefna og hin áttin fari um Vallaveg, sem liggur alveg við Þingvallavatn.

Hins vegar er það til skoðunar að taka upp slíkt fyrirkomulag áður en framkvæmdir hefjast, til dæmis núna seint í sumar, vegna viðkvæms ástands vegarins. Yrði þá hleypt í aðra átt um Þingvallaveg en í hina áttina um Vallaveg. Hugmyndin er enn á hugmyndastigi að hans sögn. Að meðaltali fara um 1.700 bílar um veginn á hverjum degi.

Rætt í öryggisnefnd og kynnt Þingvallanefnd í kjölfarið

Þungaumferð er bönnuð um Þingvallaveg og er hámarksþyngd átta tonn á öxul. Stórar rútur fara yfir þau mörk en aka um veginn á undanþágum frá árinu 2012 og er vegurinn hluti af „Gullna hringnum“. 

Óskar segir að búið sé að kynna formanni Þingvallanefndar hugmyndir um að gera hluta vegarins að einstefnuvegi fyrr en var áformað. „Núna er þetta hugmynd á hugmyndastigið og við eigum eftir að ræða þetta betur í öryggishóp og síðan Þingvallanefnd,“ segir Óskar. 

Það er til skoðunar að gera hluta Þingvallavegar að einstefnuvegi. Rúta með 43 farþega valt á veginum í síðustu viku þar sem ástand vegarins er verst. Meiri háttar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á veginum og standa vonir til að þær geti hafist í nóvember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert