Vinna að því að útvíkka jafnréttið

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra.
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinna er í gangi í velferðaráðuneytinu við að útvíkka jafnréttishugtakið og falla málefni transfólks og intersex-einstaklinga undir þá vinnu. Þetta kemur fram í svari Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttisráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Kötlu Hólm Þórhildardóttur, varaþingmanni Pírata, um málefni fólks með ódæmigerð kyneinkenni.

Þorsteinn nefnir í því sambandi að í frumvarpi til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði sé kynvitund ein af þeim breytum sem tilgreint sé að ekki megi mismuna vegna, Mikil réttarbót muni felast í því að mati ráðherrans. „Þá er unnið að framkvæmdaáætlun um málefni hinsegin fólks í velferðarráðuneytinu. Sú vinna hefur því miður dregist en ráðherra hefur áhuga á að ljúka þeirri áætlun enda mikil vinna sem liggur henni að baki.

Þá segir að jafnréttishugtakið hafi á síðustu árum verið að þróast í þá átt að skilgreina jafnrétti í víðtækari merkingu þar sem hugtakið naí yfir fleiri þætti en jafnrétti kynjanna. „Sú þróun hefur enn ekki endurspeglast í íslensku lagaumhverfi en vonir standa til að svo verði og má þar nefna aðgerð í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum þar sem gera á úttekt á jafnréttislögum og stjórnsýslu málaflokksins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert