Andlát: Herbert Hriberschek Ágústsson

Herbert Hriberschek Ágústsson.
Herbert Hriberschek Ágústsson.

Herbert Hriberschek Ágústsson hljómlistarmaður lést á Ísafold í Garðabæ, 20. júní á 91. aldursári.

Herbert fæddist í Mürzzuschlag í Austurríki 8. ágúst 1926 og ólst upp í Graz. Foreldrar hans voru August Hriberschek, vélfræðingur og lestarstjóri, og Hildegard S. Hriberschek.

Herbert stundaði tónlistarnám í Graz 1934-1938, við Konservatorium í Vín 1938-1945 og lauk prófi í fiðlu-, píanó- og hornleik 1945. Hann stundaði framhaldsnám í hornleik í í Vín 1946-1948 og í tónsmíðum í Graz.

Herbert var fyrsti hornleikari í í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1952-1995. Auk þess stundaði hann kennslu í Keflavík og Reykjavík, var skólastjóri Tónlistarskóla Keflavíkur og kórstjóri í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík.

Eftirlifandi eiginkona hans er Elísabet Guðjohnsen og eiga þau tvö börn.

Útför Herberts fór fram í kyrrþey 26. júní.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert