Æfðu viðbrögð við sprengjuhótun

Farþegaskipum er skylt að halda æfingar einu sinni í viku þar sem æfð eru viðbrögð við eldsvoða og skipið yfirgefið. Einnig þarf að æfa viðbrögð við því ef sprengjuhótun berst skipunum eða önnur ógn steðjar að þeim.

Meðfylgjandi er myndband þar sem slík æfing fór fram í norska farþegaskipinu Fram í Reykjavíkurhöfn í dag. Þar voru æfð viðbrögð við sprengjuhótun þar sem sprengjusveitarmenn Landhelgisgæslunnar sigu niður í skipið með búnað sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert