Reyna að hreinsa Andakílsá

Aurugt vatn í Andakílsá.
Aurugt vatn í Andakílsá. Ljósmynd/Guðrún Guðmundsdóttir

Orka náttúrunnar mun á næstu dögum hefja tilraunir með það hvernig best er að hreinsa Andakílsá, eftir setið sem lagðist yfir botn og fyllti hylji þegar hleypt var úr lóni Andakílsárvirkjunar.

Rætt er um að dæla setinu upp úr ánni eða koma því út í strauminn. Eiríkur Hjálmarsson, talsmaður ON, segir að fenginn verði straumfræðingur til ráðgjafar. Í kjölfarið verði gerð aðgerðaáætlun og kynnt veiðiréttareigendum og öðrum hagsmunaaðilum.

Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar kynntu niðurstöður athugana sinna á lífríki árinnar á fundi með hagsmunaaðilum í gær. Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur segir greinilegt að þetta sé mikið högg sem gæti valdið nokkurra ára lægð í ánni. Til dæmis virðist meginhluti seiða úr hrygningu í fyrra hafa drepist, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert