Nærri 3.000 verið vistuð á Stuðlum

Á Stuðlum eru sex ungmenni til meðferðar í einu, auk …
Á Stuðlum eru sex ungmenni til meðferðar í einu, auk neyðarvistunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vandi þeirra barna og ungmenna sem koma til meðferðar á Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga, er talsvert flóknari og alvarlegri nú en áður. Fjölþættur vandi, þar sem saman koma neysla og áhættuhegðun, er algengasta ástæða meðferðar.

„Þetta geta verið flókin mál; neysla, afbrot, útigangur, slæmur félagsskapur og slæleg skólaganga. Svo er neyslan miklu alvarlegri og meiri en hún var áður, þau eru í harðari efnum og mörg í daglegri neyslu,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla.

Strákar eru í meirihluta á Stuðlum.
Strákar eru í meirihluta á Stuðlum. mbl.is/Kristinn Magnússon


Algengasti aldur þeirra sem koma á meðferðardeild Stuðla er 15 ár, þangað koma börn allt niður í 13 ára og hlutfall þeirra sem eru á 18. ári hefur hækkað. Yfirleitt eru þar sex ungmenni til meðferðar í senn, meðalmeðferðartími er átta vikur, en getur orðið allt að 12 vikur. Strákar eru um 70% þeirra sem njóta meðferðarinnar og segir Funi kynjamun á vanda ungmennanna.

„Staða stelpnanna í fíkniefnaheiminum er oft önnur en hjá strákunum. Þær eru í miklu meiri hættu á að vera misnotaðar til að fjármagna neysluna, strákarnir eru meira í afbrotum. Það er sárt að horfa upp á stúlkur sem koma hingað og eru undir hælnum á fullorðnum einstaklingum í fíkniefnaheiminum. Það getur verið mjög flókið viðureignar; við reynum að fá barnið til að átta sig á skaðsemi slíkra samskipta. Oft þurfum við að fá lögreglu í lið með okkur og stundum þarf að setja nálgunarbann á þessa einstaklinga. Það eru vissulega dæmi um drengi í þessari stöðu, en þetta á fyrst og fremst við um stúlkur.“

Á föstudaginn voru 20 ár frá því að Stuðlar tóku til starfa og á þeim tíma hafa 813 börn og ungmenni notið þar meðferðar og að auki hafa 1.875 börn verið þar í neyðarvistun, sem er lokuð deild hugsuð sem skammtímaúrræði, að því er fram kemur í umfjöllun um málefni Stuðla í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert