Leggja í þetta og sjá hvernig gengur

Suðurverk flytur vinnubúðir.
Suðurverk flytur vinnubúðir. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Við förum að skoða þetta alvarlega upp úr hvítasunnunni. Við þurfum að byrja á því að koma okkur fyrir á staðnum,“ segir Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri Suðurverks, sem grafa mun Dýrafjarðargöng ásamt tékkneska fyrirtækinu Metrostav.

Dofri segir að nú sé aðallega unnið að því að fá til landsins tæki til að vinna verkið. Suðurverk á vinnubúðir í Mjóafirði sem notaðar voru við vegarlagningu þar. Hann segir að byrjað verði á því að flytja þær í Arnarfjörð. Þá geti menn farið að koma sér fyrir, setja upp verkstæði, sprengiefnageymslu og fleira.

Sprengigengið kemur frá Metrostav en starfsmenn Suðurverks aka frá þeim grjótinu og vinna ýmis önnur störf. Dofri segir ekki farið að reyna á mönnun verksins en tekur fram að Suðurverk verði ekki með marga menn þar í vetur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert