Hélt að dælan væri biluð

Sprungur mynduðust á Suðurlandsvegi.
Sprungur mynduðust á Suðurlandsvegi. mbl.is/Golli

Klukkan 15.45 í dag eru nákvæmlega 9 ár liðin frá Suðurlandsskjálfta. Skjálftinn mældist 6,1 stig og átti upp­tök sín suðvest­ur af Sel­fossi, skammt frá Ingólfsfjalli.

Skjálft­inn fannst vel á höfuðborg­ar­svæðinu og raun­ar allt til Ísa­fjarðar. 

Stein­unn Jak­obs­dótt­ir, deild­ar­stjóri á Veður­stof­unni, sagði í samtali við mbl.is fyrir níu árum að skjálft­inn flokkaðist sem Suður­lands­skjálfti og tengd­ist því skjálftun­um sem urðu árið 2000.

Jarðskjálft­arn­ir tveir sem riðu yfir Suður­land í júní 2000 mæld­ust 6,5 til 6,6 stig á mæl­um Veður­stof­unn­ar og Jarðvís­inda­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna.

Viðskiptavinur Atlantsolíu á Selfossi hélt að bensíndælan væri biluð en skjálftarnir riðu yfir á sömu stundu og hann dældi á bílinn. Hann mun sennilega aldrei gleyma þessari ferð á bensínstöðina en upptök skjálftans áttu sér stað aðeins 9 kílómetrum þar frá.

Myndskeið af þessu má sjá hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert