Girða við Skógafoss

Unnið að uppsetningu girðingar við Skógafoss.
Unnið að uppsetningu girðingar við Skógafoss. Umhverfisstofnun

Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn.

Samkvæmt frétt á vef Umhverfisstofnunar er grasið horfið á stórum bletti við fossinn. Næsta skref er að endurheimta gróðurþekjuna innan girðingar, segir enn fremur á vef UST. Þar kemur fram að tvær gönguleiðir eru að Skógafossi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert