Byggja nýtt viðhaldsskýli

Icelandair mun geta sinnt stórum aðgerðum í nýja skýlinu.
Icelandair mun geta sinnt stórum aðgerðum í nýja skýlinu.

Nýtt viðhaldsskýli á vegum Icelandair verður tekið í notkun síðar á þessu ári og verður fullbúið í lok árs með öllum hliðarbyggingum. Þetta segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri ITS.

„Við höfum verið að vaxa mikið og þetta eru í raun viðbrögð við því,“ segir Jens en skýlin munu taka á móti öllum vélum Icelandair, þar á meðal nýju MAX-vélunum. Jens segir að skýlið muni verða útbúið nýjustu tækni en þó sé þetta fyrst og fremst aukinn húsakostur.

„Við munum reyna að hafa það eins nútímalegt og kostur er á en þetta er í raun og veru stækkun á núverandi aðstöðu,“ segir Jens. Kostnaður við verkið er áætlaður þrír milljarðar en skýlið hefur verið í vinnslu undanfarið ár, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert