Bjóða Íslendingum tannlæknaþjónustu

Á tannsmíðaverkstæðinu starfa tannsmiðir og tæknimenn.
Á tannsmíðaverkstæðinu starfa tannsmiðir og tæknimenn.

„Ég get ekki skýrt hvers vegna íslenskir tannlæknar bjóða svona hátt verð, ég held að okkar verð sé töluvert eðlilegra,“ segir Grímur Axelsson, umboðsmaður ungversku tannlæknastofunnar Kreativ Dental á Íslandi.

Nýlega opnaði stofan sem er í Búdapest á ferðir frá Íslandi en hingað til hefur stofan tekið á móti viðskiptavinum frá Noregi, Þýskalandi, Bretalandi og Írlandi svo dæmi séu tekin. Í hverjum mánuði sinnir stofan um 800 manns og af þeim er stærstur hluti frá Noregi að sögn Gríms.

Stofan býður upp á tannlækningar á lægra verði.
Stofan býður upp á tannlækningar á lægra verði.


Kreativ Dental er í eigu Knott-fjölskyldunnar sem rekið hefur stofuna síðan hún var sett á laggirnar fyrir tæpum 20 árum. Grímur segir tannlæknastofuna í hæsta gæðaflokki en stofan hlaut árið 2015 nafnbótina besta tannlæknastofa í Evrópu af International Medical Travel Journal, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ásta Óskarsdóttir, tannlæknir og formaður Tannlæknafélags Íslands, sagði á dögunum í viðtali við Viðskiptablaðið að varast bæri ýmislegt þegar haldið væri út til lækninga. Ásta segir verðlaunin sem Kreativ Dental hefur hlotið ekki segja alla söguna. „Það þarf að gæta þess að þegar verið er að bera verð saman sé verið að bera saman sömu hlutina,“ segir Ásta. Hún bætir við að fólk verði að gera upp við sig hvernig samband það vill hafa við meðferðaraðilann. „Viljum við hitta nýjan og nýjan tannlækni í hvert sinn sem við förum í stólinn? Viljum við leita eftir ódýrum og lítið rannsökuðum efnum? Það verður hver og einn að gera upp við sig,“ segir Ásta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert